Hvernig væri þjóðfélagið uppbyggt ef körlum væri nauðgað í sama mæli og konum. Ef karlar yrðu fyrir jafn mikilli kynferðislegri áreitni og konur. Lægu þessi mál í þagnargildi, myndir leiðtogar heimsins funda án þess að ræða nauðganir og kynferðislega áreitni.
Ég er orðin svo þreytt að burðast með afleiðingar nauðgunar, mína nauðguna, nauðgaun vinkvenna minna, nauðgun samstarfsfélaga, naugun kunningja minna, aðstæður þar sem vinkonur mínar héldu að myndu enda með nauðgun, tali eldra kvenna um kynferðislega áreitni
Enn einu námskeiðinu lokið þar sem ég krukka í sjálfri mér, þar sem ég reyni að koma veruleikanum heim og saman, þar sem ég reyni að finna leið til að fúnkera í heimi eftir að vinur minn nauðgaði mér. Þar sem ég sit í lokuðu rými ásamt fleiri konum bak við luktar dyr að reyna að finna leið til að lifa af. Ábyrgðin er okkar, við eigum að finna leið til að lifa af þrátt fyrir að brotið hafi verið á okkur. Við eigum að finna leiðir, við eigum að vera svona og hinsegin, við berum ábyrgðin, það er okkar að takast á við nauðganir, í einrúmi, með réttum hætti, með reisn, fallega.
Afleiðingarnar eru ekki fallegar né er hægt að takast á við þær með reisn.
Þær eru ljótar, vondar, hrikalegar,
og
kona fer að haga sér úr karekter eða ekki
borðar of mikið, fer ekki út, sefur mikið hjá, fær fullkomnunaráruttu, þráhyggju, kvíða, þunglyndi, missir tökin á fjármálum, frestar hlutum, dregur sig í hlé, er á útopnu,
þangað til
að hún þarf að leita sér aðstoðar
aftur og
aftur og
aftur
og byrjar að krukka í sér, laga sig, horfa inn á við, hugsar að hún hefði átt að bregðast öðruvísi, ég hefði átt að tækla hlutina strax, ég hefði átt að takast á við afleiðingar nauðgunnar með meir reisn.
á sama tíma
á sama tíma
á sama tíma
heldur nauðgarinn sínu striki, konum er enn nauðgað, konum er enn refsað fyrir að tala um nauðgun, samfélagið neitar að viðurkenna að konum sé nauðgað í miklum mæli af körlum, samfélagið talar aðeins um að konum sé nauðgað en það talar alls ekki um nauðgarana okkar. Ungu fallegu drengina okkar sem nauðga vinkonum sínum. Okkur sem er nauðgað höldum áfram að krukka í okkar, taka á okkur sökina, passa okkur á því að nafngreina ekki vini okkar sem nauðguðu okkur, til að styggja ekki samfélagið. Það væri svo mikið sjokk fyrir nauðgarana ef við færum að nafngreina þá, það er allt of langt gengið. Ertu nokkuð viss um að þér hafi verið nauðgað? Hann myndi aldrei gera neitt slíkt.
Fokk jú nauðgari
Fokk jú nafnleynd
Fokk jú samfélag
af hverju leyfir þú þessu að gerast?
af hverju leyfir þú þessu enn að viðgangast?
af hverju má ekki fara í herferð til að ná til nauðgara?
af hverju má fara í herferð til að sporna við umferðarslysum drengja?
af hverju má ekki ávarpa hópinn sem er líklegastur til að nauðga?